„Gosið hefur ekki áhrif á reksturinn hjá okkur og hér er flug með venjubundnum hætti,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia við mbl.is um stöðu mála þar við nýhafið áttunda eldgos í Reykjanesgosröðinni.
Kveður Guðjón Isavia í góðu sambandi við Veðurstofuna svo sem í fyrri gosum. „Við fylgjumst bara vel með þróun mála,“ segir hann.