Gossprungan „ekki langt í burtu“

„Gossprungan teygir sig að minnsta kosti ekki í augnablikinu inn í bæinn, heldur er hún aðeins fyrir ofan, þó ekki langt í burtu,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um nýhafið eldgos.

Vinna hófst við að rýma Grindavík í morgun, og segir Úlfar að rýmingin hafi gengið vel. Þó séu enn örfáir íbúar í bænum sem neituðu að fara.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgjast með framvindunni

Lögreglustjórinn segir að viðbragðsaðilar séu til taks í bænum.

„Við erum nú á neyðarstigi almannavarna og fylgjumst með framvindu gossins,“ segir Úlfar um næstu skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert