Hættumatið hefur verið uppfært

Skjálftavirkni á Sundhnúkagígaröðinni síðustu sjö daga. Skjálftavirknin sem hófst í …
Skjálftavirkni á Sundhnúkagígaröðinni síðustu sjö daga. Skjálftavirknin sem hófst í morgun sést sem rauð þyrping við Sýlingarfell. Kort/Veðurstofa Íslands

Hættumat hefur verið uppfært vegna kvikuhlaups á Sundhnúkagígaröðinni. Vegna kvikuhlaups eru auknar líkur á eldgosi að sögn Veðurstofu Íslands.

Hætta á svæði 3 hefur verið færð í mikla hættu (fjólublátt) og á svæði 4 (Grindavík) hefur hætta farið úr töluverðri hættu í mikla (rautt).

Hættumatið gildir til 2. apríl klukkan 9.00, svo framarlega sem engar breytingar verða á aðstæðum, segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.  

Það er viðbúnaður í Grindavík.
Það er viðbúnaður í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert