Hraunið stefnir að gróðurhúsi ORF

„Ég hef bara áhyggjur af Grindavík,“ segir Berglind, en hraunið …
„Ég hef bara áhyggjur af Grindavík,“ segir Berglind, en hraunið stefnir nú að gróðurhúsi ORF líftækni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gossprung­an sem opnaðist á tí­unda tím­an­um hef­ur teygt sig suður und­ir þá varn­argarða sem liggja norður af Grinda­vík til varn­ar bæn­um. Stefnir hraunið nú að gróðurhúsi ORF líftækni.

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF, segir enga starfsemi hafa verið í húsinu síðan í nóvember 2023.

„Þetta var dæmt altjón af náttúruhamfaratryggingum í byrjun árs 2024. Við munum ekki vera með starfsemi þarna framar. Það er ekki talið óhætt að byggja þarna aftur.

Ég hef ekki neinar áhyggjur af okkur, húsið eyðilagðist mjög snemma í þessum atburðum. Ég hef bara áhyggjur af Grindavík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert