Í dag verða suðvestan 8-15 m/s og stöku skúrir eða él en þurrt verður um landið norðaustanvert. Vindur verður hægari síðdegis með rigningu eða slyddu suðaustan og austan til.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að smálægð fari væntanlega norður yfir austanvert landið í nótt, með snjókomu, slyddu eða rigningu víða. Í kjölfar hennar er spáð stífri vestanátt á morgun og lítilsháttar éljum seinnipartinn.
Annað kvöld fer að lægja og á fimmtudag er útlit fyrir hægan vind og bjart veður, en skýjað verður vestanlands.