Lögn rofnaði: Talsverðar sprunguhreyfingar

Það rýkur upp úr götunni Fálkahlíð norðarlega í Grindavík.
Það rýkur upp úr götunni Fálkahlíð norðarlega í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heitavatnslögn fór í sundur norðarlega í Grindavík. Samkvæmt upplýsingum mbl.is rofnaði lögnin í Fálkahlíð.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að atvikið staðfesti að talsverðar sprunguhreyfingar hafi orðið innan bæjarins.

Áfram mælist skjálftavirkni á kvikuganginum öllum en mesta virknin er á norðausturenda gangsins.

Í tilkynningu HS Veitna frá því fyrr í dag segir að neyðarstjórn fyrirtækisins fylgist með staðsetningu á sprungum, þróun hraunflæðis og mögulegum áhrifum á innviði fyrirtækisins. Þar segir einnig að eldgosið hafi ekki haft áhrif á innviði HS Veitna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert