Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að slysið sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú í dag hafi verið mjög alvarlegt.
Þar var bifreið á norðurleið ekið á gangandi vegfaranda norðan megin brúarinnar (Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi).
Vegfarandinn var fluttur á slysadeild að sögn lögreglu.
Hún segir jafnframt að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.