Gossprungan sem opnaðist suðaustan við Þorbjörn í morgun hefur nú náð 1.200 metra lengd.
Myndskeið sem tökumaður mbl.is Hörður Kristleifsson tók sýnir hvernig sprungan teygir sig meðfram sundhnúkagígaröðinni og undir varnargarðana í átt að Grindavík.
Eldgosið er kraftminna en síðustu gos á Sundhnúkagígaröðinni og þykir minna á eldgosið sem braust út í janúar á síðasta ári.