Ný sprunga virðist hafa opnast innan við varnargarðana, nær Grindavík, í framhaldi og til suðvesturs af fyrri gossprungunni.
Sprungan er sunnan við gróðurhúsið sem var eitt sinn nýtt undir starfsemi líftæknifyrirtækisins ORF.
Hraun úr fyrri sprungunni virðist einmitt stefna á það hús.
Gos braust út á tíunda tímanum í morgun suðaustan við Þorbjörn. Sprungan teygir sig nú undir varnargarðana sem eru ofan við Grindavík.
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að gossprungan sem opnaðist í morgun sé nú um 700 metrar. Ekki er útilokað að hún geti lengst til norðurs og suðurs.
Skjálftavirkni og aflögunarmælingar sýna áframhaldandi virkni.
Hér má fylgjast með öllum nýjustu tíðindum af þróun mála: