Tveimur björgunarsveitarmönnum var ógnað með byssu þegar þeir hugðust taka þátt í rýmingu Grindavíkur í morgun.
Þetta staðfestir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra.
Sérsveitin var kölluð á vettvang og björgunarsveitarmennirnir fengu aðstoð fulltrúa Rauða krossins.
Segir hún frekari upplýsingar ekki verða veittar að svo stöddu.