Segir ákall um breytingar: „Ég er klár í verkefnið“

Þessi ljósmynd af Hildi var tekin á síðasta ári þegar …
Þessi ljósmynd af Hildi var tekin á síðasta ári þegar hún lagði niður vettlinga í Ráðhúsinu til að mótmæla slæmri stöðu í leikskólamálum. mbl.is/Árni Sæberg

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, kveðst hafa fundið fyr­ir mikl­um meðbyr með Sjálf­stæðis­flokkn­um í borg­inni að und­an­förnu, sem ný könn­un Gallup end­ur­spegli.

Hún seg­ir stór­an hluta borg­arg­búa vilja fá Sjálf­stæðis­flokk­inn aft­ur í for­ystu og hún kveðst vera „klár í verk­efnið“.

Viðskipta­blaðið birti í kvöld könn­un sem Gallup fram­kvæmdi þar sem fram kom að þriðji hver borg­ar­búi myndi kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn ef kosn­ing­ar færu fram núna og að meiri­hlut­inn væri fall­inn.

„Við höf­um skynjað mik­inn meðbyr á síðustu mánuðum, það hef­ur verið já­kvæður stíg­andi í könn­un­um og við auðvitað gríðarlega þakk­lát fyr­ir stuðning­inn. Mál­flutn­ing­ur okk­ar á greini­lega góðan hljóm­grunn hjá borg­ar­bú­um,“ seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir mikla óánægju með meiri­hlut­ann

Í lok fe­brú­ar mynduðu Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Sósí­al­ist­ar, Flokk­ur fólks­ins og Vinstri græn nýj­an meiri­hluta. Sam­kvæmt könn­un­inni fengju flokk­arn­ir aðeins tíu borg­ar­full­trúa kjörna en 12 menn þarf til að mynda meiri­hluta.

Hild­ur tel­ur að hluti af fylgisaukn­ing­unni megi rekja til óánægju borg­ar­búa með nýj­an meiri­hluta í borg­inni.

„Í könn­un­inni birt­ist þetta skýra ákall um breyt­ing­ar, meiri­hlut­inn fell­ur og verk­leysið og vand­ræðagang­ur­inn blas­ir við öll­um. Það er ljóst að stærst­ur hluti borg­ar­búa vill að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki aft­ur for­ystu í borg­inni. Ég er klár í verk­efnið,“ seg­ir hún.

Nýr meirihluti í borginni var kynntur í lok febrúar.
Nýr meiri­hluti í borg­inni var kynnt­ur í lok fe­brú­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Tel­urðu að það hafi ekki orðið breyt­ing­ar með nýj­um meiri­hluta sem var myndaður í fe­brú­ar?

„Nei, það tel ég nú ekki. Við erum sjá fimm flokka vinstri­meiri­hluta taka við af öðrum nokkuð vinst­ri­sinnuðum meiri­hluta. Ég get ekki séð að það hafi orðið nein stór­kost­leg breyt­ing enn sem komið er,“ svar­ar Hild­ur.

Kosn­inga­bar­átt­an haf­in

Á þessu ári hafa verið birt­ar tvær kann­an­ir um fylgi flokk­anna í Reykja­vík­ur­borg og umræða um borg­ar­mál­in mikið verið í brenni­depli.

Kosn­ing­ar fara fram í maí á næsta ári en Hild­ur var engu að síður spurð hvort að hún teldi að kosn­inga­bar­átt­an væri í raun haf­in.

„Já, ég myndi segja að kosn­inga­bar­átt­an væri í raun haf­in og maður finn­ur það á fólki að það er farið að lengja eft­ir því að geta kosið hér upp á nýtt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert