Heildarlengd sprungunnar sem gýs á er nú um 1.200 metrar og heldur hún áfram að lengjast til suðurs.
Kvikugangurinn nær núna rúmum 3 kílómetrum lengra í norðaustur en sést hefur í fyrrri gosum og aflögunargögn sýna einnig áframhaldandi færslur til norðaustur. Þetta bendir til þess að kvikan sé enn á hreyfingu um kvikuganginn.
Þetta kemur fram í nýjustu uppfærslu Veðurstofu Íslands af eldgosinu sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni á tíunda tímanum í morgun.
Sprungan opnaðist innan við varnargarðana sem reistir voru til að verja Grindavík fyrir hraunfæði.
Talsverður aðdragandi var að gosinu og sterkir jarðskjálftar urðu á svæðinu. Veðurstofunni barst tilkynning um að heitavatnslögn hafi farið í sundur norðarlega í Grindavík. Staðfestir það að talsverðar sprunguhreyfingar hafi orðið innan bæjarins.
Áframhaldandi skjálftavirkni mælist á kvikuganginum öllum, en mesta skjálftavirknin er á norðaustur enda gangsins.