Sprungan teygir sig í átt að bænum

Skjáskot úr vefmyndavél ríkisútvarpsins.
Skjáskot úr vefmyndavél ríkisútvarpsins.

Gossprungan sem opnaðist norður af Grindavík í morgun hefur á síðustu mínútum teygt sig töluvert til suðurs.

Nálgast hún þar með Grindavík og það hraun sem vall upp úr gossprungunni sem opnaðist 14. janúar 2023.

Í því gosi eyðilögðust nokkur hús í norðurhluta bæjarins vegna hraunflæðis.

Enn gýs norður af varnargörðunum þar sem sprungan opnaðist fyrst á tíunda tímanum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert