Björgunarsveitarmenn þurftu aðstoð vegna framferðis heimamanns

Mennirnir fengu aðstoð fulltrúa Rauða Krossins í Grindavík í morgun …
Mennirnir fengu aðstoð fulltrúa Rauða Krossins í Grindavík í morgun út af framferði heimamanns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir björgunarsveitarmenn fengu aðstoð fulltrúa Rauða Krossins í Grindavík í morgun út af framferði heimamanns. Björgunarsveitarmennirnir höfðu farið til Grindavíkur til að aðstoða við rýmingu úr bænum.

Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Segir hann ekki unnt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu en mennirnir hafi þurft á stuðningi að halda og svona atvik fari í hefðbundið ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert