Sjúkrabílar sinna nú útkalli vegna umferðarslyss á Reykjanesbrautinni, nálægt Mjódd í Breiðholti.
Þetta staðfestir vaktstjóri á stjórnstöð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Segir hann vinnu í gangi á vettvangi og ekki sé meira vitað að svo stöddu.