Vélsleðaslys í Kerlingarfjöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum vegna vélsleðaslyss í Kerlingafjöllum.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir við mbl.is að þyrlan hafi verið rétt komin úr flugi með vísindamenn yfir gosstöðvarnar á Reykjanesi þegar tilkynning hafi borist til neyðarlínunnar rétt um klukkan 11 um vélsleðaslys í Kerlingarfjöllum.

„Það var hægt að bregðast hratt við og lenti þyrlan í Kerlingarfjöllum um klukkan rúmlega hálf tólf þar sem hún mun flytja slasaðan vélsleðamann á sjúkrahús,“ segir Ásgeir.

Hann segist hvorki vita um orsök slyssins né líðan hins slasaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert