Verið er að rýma Grindavík, Bláa lónið og Svartsengi að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, en kvikuhlaup hófst við Sundhnúkagígaröðina laust eftir klukkan 7 í morgun.
Samhæfingastöð Almannavarna hefur verið virkjuð og viðbragðsaðilar eru á leið á sinn stað að sögn Hjördísar.