„Við vorum búin að bíða eftir þessu“

„Þeir gengu þarna á milli húsa og það koma maður …
„Þeir gengu þarna á milli húsa og það koma maður frá slökkviliðinu í Grindavík, þeir voru að kanna hvort fólk hafi ekki örugglega heyrt í viðvörunarlúðrunum,“ segir Ásrún. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vorum búin að bíða eftir þessu og það hefur verið óvissa svo lengi, þannig að það var enginn ótti.“

Þetta segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, í samtali við mbl.is. Hún hafi fundið fyrir fumlausum viðbrögðum í bænum öllum, sérstaklega viðbragðsaðila.

„Þeir gengu þarna á milli húsa og það koma maður frá slökkviliðinu í Grindavík, þeir voru að kanna hvort fólk hafi ekki örugglega heyrt í viðvörunarlúðrunum.“

„Fyrsta rýmingin sem ég tek þátt í“

„Þetta er fyrsta rýmingin sem ég tek þátt í fyrir utan rýminguna 10. nóvember. Ég vaknaði fyrst við sms í morgun og í kjölfarið fóru lúðrarnir af stað og við bara gerðum okkur klár út í bíl hægt og rólega,“ segir Ásrún.

Nú taki við meiri óvissa en áður hefur verið varðandi hvar gosið kemur upp.

„Við fundum fyrir skjálftum, sem kannski olli manni pínu ótta og ýfði kannski upp þetta frá 10. nóvember.“

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert