„Annan eins öðling hef ég nánast ekki hitt“

Hermanni var hleypt úr haldi í gær.
Hermanni var hleypt úr haldi í gær. Ljósmynd/Eyjolfur Vilbergsson

Páll Val­ur Björns­son, Grind­vík­ing­ur og fyrr­ver­andi þingmaður, kveðst aldrei hafa fundið fyr­ir jafn mikl­um van­líðan yfir inn­lendri frétta­mynd og í gær þegar sér­sveit­ar­menn höfðu komið Her­manni Ólafs­syni í jörðina til að hand­taka eft­ir at­vik með byssu í Grinda­vík.

Her­mann, sem er á sjö­tugs­aldri, var í gær hand­tek­inn af sér­sveit­ar­mönn­um í Grinda­vík eft­ir að hafa stungið hagla­byssu upp í loftið fyr­ir mynda­töku.

Lög­regl­an held­ur því fram að björg­un­ar­sveitar­fólki hafi verið ógnað með skot­vopni en Her­mann held­ur því fram að hann sé sak­laus.

Enn að jafna sig 

„Ég held að sjald­an hafi ég upp­lifað jafn­mikla van­líðan yfir inn­lendri frétta­mynd og þeirri þar sem sér­sveit­ar­menn höfðu keyrt Hemma á grúfu i göt­una til þess að hand­járna hann. Ég fyllt­ist svo mik­illi hryggð yfir henni að ég er enn að jafna mig eft­ir þetta,“ skrif­ar Páll Val­ur á face­book.

Hann tek­ur fram að hann ætli ekki að setja sig í neitt dóm­ara­sæti og að um sé að ræða mál þar sem það er orð á móti orði.

Páll Valur hefur lagt orð í belg um atvikið í …
Páll Val­ur hef­ur lagt orð í belg um at­vikið í Grinda­vík í gær. mbl.is/​Arnþór

Her­mann „sann­ur Grind­vík­ing­ur“

Páll kveðst hafa þekkt Her­mann í 40 ár og „ann­an eins öðling hef ég nán­ast ekki hitt.“ Hann seg­ir Her­mann ekki óum­deild­an en þannig sé það alltaf þegar kem­ur að „stór­menn­um“ eins og Her­manni. 

„Sann­ur Grind­vík­ing­ur, ótrú­leg­ur vinnuþjark­ur, út­gerðarmaður, bóndi og mik­ill veiðimaður í víðasta skiln­ingi þess orðs. Einn af fremstu stuðnings­mönn­um fé­laga­sam­taka hvaða nöfn­um sem þau nefn­ast í Grinda­vík og glöggt merki um það er nafn heima­vall­ar knatt­spyrnu­deild­ar­inn­ar okk­ar, Stakka­vík­ur­völl­ur,“ seg­ir Páll en Her­mann er fyrr­um for­stjóri út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Stakka­vík­ur.

„Von­andi mun þetta mál leys­ast á far­sæl­an hátt sem og öll mál­efni okk­ar Grind­vík­inga en eitt er víst sama hvað öðru líður að þá væri saga Grinda­vík­ur og líf okk­ar íbúa fá­tæk­legri án hans. Okk­ur þykir ofur vænt um hann Hemma okk­ar á Stað.“

Hægt er að lesa færsl­una í heild sinni hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert