Einn heppinn miðahafi var með fyrsta vinning í Jóker kvöldsins og fær hann tvær og hálfa milljón krónur í vasann.
Tveir voru með annan vinning í Jóker kvöldsins og fá þeir 125 þúsund krónur í sinn hlut. Annar miðanna var keyptur á Lotto.is og hinn í Lottó-appinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Enginn var með fyrsta eða annan vinning í Víkingalottói kvöldsins en sex miðahafar voru með þriðja vinning. Fá þeir rúmlega 860 þúsund krónur í sinn hlut.