Lokað því starfsfólk treysti sér ekki til vinnu

Leikskólinn var þrifinn með mygludrepandi efnum um helgina.
Leikskólinn var þrifinn með mygludrepandi efnum um helgina. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ung­barna­leik­skól­inn Ársól í Grafar­vogi var lokaður í dag þar sem starfs­fólk treysti sér ekki til að mæta í vinnu eft­ir að leik­skól­inn var sótt­hreinsaður vegna myglu um síðustu helgi. 

Starfs­fólkið sagði sterka lykt hafa verið í hús­næðinu eft­ir þrif­in, marg­ir fengu höfuðverk og fundu skrýtið bragð í munni, sem þeir tengdu við að hafa verið í rým­inu sem var þrifið.

Þetta staðfest­ir Inga Dóra Hlíðdal Magnús­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Ársól, í sam­tali við mbl.is.

For­eldr­ar barna á leik­skól­an­um fengu tölvu­póst í morg­un þar sem þeim var tjáð að star­fólkið treysti sér ekki til að mæta og að kallað hefði verið eft­ir upp­lýs­ing­um um efn­in sem voru notuð við þrif­in.

Sótt­hreinsað til að drepa myglu­gró

Leik­skól­inn var op­inn eins og venju­lega á mánu­dag­inn og voru börn og starfs­fólk var þar all­an dag­inn. Í gær þurfti hins veg­ar að loka einni deild hálf­an dag­inn vegna mann­eklu. For­eldri sem mbl.is ræddi við hafði mikl­ar áhyggj­ur af því að börn­in hefðu dvalið í rým­inu þar sem starfs­fólk­inu leið illa, en starfs­fólkið lýsti van­líðan sinni fyr­ir for­eldr­um.

Ársól er einka­rek­inn leik­skóli, en leig­ir hús­næði af Reykja­vík­ur­borg, og var það starfs­fólk á veg­um borg­ar­inn­ar sem sá um þrif­in. 

Myglu­gró hafa greinst í ryk­sýn­um sem hafa verið tek­in á leik­skól­an­um, en upp­runi mygl­unn­ar hef­ur ekki fund­ist. Því var ákveðið að sótt­hreinsa leik­skól­ann reglu­lega með efn­um sem eiga að drepa niður myglu­gró, á meðan unnið væri að viðhaldi og kom­ist að rót vand­ans.

„Fólk var óvisst um stöðuna

Inga Dóra seg­ir starfs­fólki hafa verið tjáð að það ætti að vera ör­uggt að vera í rým­inu á mánu­dag­inn ef þrifið væri um helg­ina.

„Það á að vera ör­uggt fyr­ir fólk að fara inn í rýmið átta klukku­tím­um eft­ir að búið er að úða. Það var gert á sunnu­dag­inn svo það voru liðnir meira en átta klukku­tím­ar þegar leik­skól­inn opnaði,“ seg­ir Inga Dóra. Hún hef­ur þó full­an skiln­ing á því að starfs­fólkið hafi ekki treyst sér til að mæta til vinnu við þess­ar aðstæður.

„Fólk var óvisst um stöðuna og maður sýn­ir því full­an skiln­ing.“

Í dag var óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um efn­in og brugðist var skjótt við af hálfu borg­ar­inn­ar að sögn Ingu Dóru. Hún seg­ist hafa fengið það að staðfest að ör­uggt sé fyr­ir börn og starfs­fólk að vera í hús­inu.

„Það komu menn frá borg­inni og kíktu á aðstæður hjá okk­ur. Þeir vildu líka full­vissa sig um að aðstæður væru eðli­leg­ar,“ seg­ir Inga Dóra, en niðurstaðan var sú að ekk­ert væri að loft­gæðum og að allt liti eðli­lega út eft­ir þrif­in.

Því gert ráð fyr­ir því að leik­skól­inn verði op­inn á morg­un eins og venju­lega.

End­ur­skoða mögu­lega þrif­in

Líkt og fyrr sagði hafa myglu­gró fund­ist í ryk­sýn­um á leik­skól­an­um og er það ástæðan fyr­ir þrif­un­um. Inga Dóra seg­ir að Reykja­vík­ur­borg hafi talið að nóg væri að sótt­hreinsa leik­skól­ann einu sinni í mánuði til að halda myglu­gró­un­um í skefj­um, en yf­ir­stjórn leik­skól­ans vildi að það yrði gert oft­ar.

„Í sam­ráði við for­eldr­aráð þá þótti okk­ur það ekki nóg vegna þess hve börn­in eru ung og við vilj­um ekki taka áhætt­una með áhrif mygl­unn­ar á heilsu barn­anna. Við óskuðum því eft­ir því að þrif færu fram einu sinni í viku, eða um hverja helgi,“ seg­ir Inga Dóra.

„En ef and­rúms­loftið verður ekki nógu gott við viku­leg þrif, þá þurf­um við að end­ur­skoða það,“ bæt­ir hún við.

Inga Dóra seg­ir ákvörðun um það verða tekna í sam­ráði við Skóla ehf. sem rek­ur Ársól, Reykja­vík­ur­borg, starfs­fólk og for­eldra barn­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert