Rafrettur hafa áhrif á lungu, hjarta og heila

Læknarnir segja að vísbendingar séu um að rafsígarettureykingar geti aukið …
Læknarnir segja að vísbendingar séu um að rafsígarettureykingar geti aukið nokkra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, líkt og sígarettureykingar því undirliggjandi ferlar eru svipaðir. mbl.is/Colourbox

Vís­bend­ing­ar eru komn­ar fram um að rafsíga­rett­ur­eyk­ing­ar hafi lang­vinn­ar heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar, sér­stak­lega á lungu, hjarta og heila. Þá sýna rann­sókn­ir að rafsíga­rett­ur hafa ekki reynst gagn­leg­ar til að hætta síga­rett­ur­eyk­ing­um. Þvert á móti er til­hneig­ing­in sú að inn­byrða meira nikó­tín.

Þetta kem­ur fram í svari á vef Vís­inda­vefs Há­skóla Íslands þar sem fjallað er um lang­tíma­af­leiðing­ar rafrett­ur­eyk­inga. Höf­und­ar svars­ins eru þau Lára G. Sig­urðardótt­ir, lækn­ir og doktor í lýðheilsu­vís­ind­um, Karl And­er­sen, pró­fess­or í hjarta­lækn­ing­um við HÍ, og Tóm­as Guðbjarts­son, pró­fess­or í skurðlækn­ing­um við HÍ.

Þar seg­ir að fyrstu rafsíga­rett­urn­ar hafi komið á markað í Kína árið 2004 og hafi í kjöl­farið breiðst hratt út í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu á ár­un­um 2006 og 2007.

Lang­vinn­ar heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar

„Af þessu er ljóst að til­tölu­lega stutt er síðan rafsíga­rett­ur ruddu sér til rúms og ekki öll kurl kom­in til graf­ar um lang­tíma­áhrif þeirra. Helstu lífs­stíls­sjúk­dóm­ar koma fram ára­tug­um eft­ir að fólk er út­sett fyr­ir óheil­brigðum lífs­stíl. Auk þess þarf að sýna fram á or­saka­sam­band með rann­sókn­um, sem tek­ur enn fleiri ára­tugi að leiða til lykta. Þrátt fyr­ir að rann­sókn­ir séu til­tölu­lega stutt á veg komn­ar eru þó komn­ar fram vís­bend­ing­ar um að rafsíga­rett­ur­eyk­ing­ar hafi lang­vinn­ar heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar, sér­stak­lega á lungu, hjarta og heila,“ seg­ir í grein­inni.

Tekið er fram að fjöldi efna ber­ist með rafsíga­rett­ur­eyk (til dæm­is þung­málm­ar, líf­ræn efna­sam­bönd og bragðefni) sem geti sett af stað bólgu­sjúk­dóm í lung­um og skaðað þau með marg­vís­leg­um hætti.

Nikó­tín öfl­ugt tauga­eit­ur

Þá inni­halda rafsíga­rett­ur gjarn­an nikó­tín sem sé örv­andi efni. Það auki hjart­slátt og blóðþrýst­ing og ýtir und­ir streitu­ástand í lík­am­an­um með til­heyr­andi auknu álagi á hjarta og æðakerfi.

Nikó­tín er öfl­ugt tauga­eit­ur sem er þekkt fyr­ir að skerða þroska og starf­semi heil­ans, sér­stak­lega hjá börn­um og ung­menn­um sem eru að taka út þroska lang­leiðina til þrítugs.

Bent er á nikó­tín sé öfl­ugt tauga­eit­ur sem sé þekkt fyr­ir að skerða þroska og starf­semi heil­ans, sér­stak­lega hjá börn­um og ung­menn­um sem séu að taka út þroska lang­leiðina til þrítugs.

Skaðsemi rafretta á eft­ir að koma bet­ur í ljós

„Söluaðilar kynna rafsíga­rett­ur sem ör­ugg­an val­kost í sam­an­b­urði við síga­rett­ur. Aft­ur á móti vilja marg­ir vís­inda­menn banna vör­una því þótt hún sé skaðminni en síga­rett­ur á ein­hvern hátt, þá er hún langt frá því að vera skaðlaus. Nikó­tín er til dæm­is alltaf skaðlegt heilsu, sér­stak­lega fyr­ir börn og ung­menni. Framtíðin á þó eft­ir að leiða bet­ur í ljós hversu skaðleg­ar rafsíga­rett­ur raun­veru­leg­ar eru, því rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um eru skammt á veg komn­ar,“ seg­ir í grein­inni.

„Rann­sókn­ir sýna að rafsíga­rett­ur hafa ekki reynst gagn­leg­ar til að hætta síga­rett­ur­eyk­ing­um. Þvert á móti er til­hneig­ing­in sú að inn­byrða meira nikó­tín, en ein­göngu var gert með síga­rett­um. Það er kannski best lýs­andi að upp­finn­ingamaður rafsíga­retta, Hok Lik, byrjaði aft­ur að reykja síga­rett­ur – sam­hliða rafsíga­rett­um,“ seg­ir í lok grein­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert