Í dag verður norðlæg eða breytileg átt 4-13 m/s og víða snjókoma, slydda eða rigning. Það snýst síðan í vestan 8-18 m/s, hvassast verður norðan og austan til. Það mun draga úr ofankomu og það verða dálítil él síðdegis en styttir upp á Suðaustur- og Austurlandi. Hitinn verður 0 til 8 stig yfir daginn.
Á morgun er spáð suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Það verður skýjað með köflum vestan til og sums staðar dálítil væta, en léttskýjað um landið austanvert.