Tollarnir geti verið „högg“ fyrir sjávarútveginn

Íslendingar flytja mikið af ferskum fiski til Bandaríkjanna.
Íslendingar flytja mikið af ferskum fiski til Bandaríkjanna. Samsett mynd

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að 10% toll­ur Banda­ríkj­anna á Ísland geti verið högg fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg.

„Það sem skipt­ir máli er að skoða hvaða áhrif þetta hef­ur á sjáv­ar­út­veg­inn, fiskaf­urðir. Banda­rík­in, sér­stak­lega fyr­ir fersk­an fisk, eru al­veg gríðarlega mik­il­væg fyr­ir okk­ur og það er stór hluti af okk­ar út­flutn­ings­markaði,“ seg­ir Þor­gerður í sam­tali við mbl.is og held­ur áfram:

„Það sama gild­ir um lækn­inga­vör­ur, lyf og kís­il og að mig minn­ir út­flutn­ing á vatni. En þetta get­ur verið högg fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og við þurf­um að skoða það hvaða af­leiðing­ar þetta mun hafa.“

Áliðnaður­inn sleppi lík­lega

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti fyrr í kvöld 10% lág­mark­s­toll á all­ar inn­flutt­ar vör­ur til Banda­ríkj­anna. Þar að auki lentu fleiri tug­ir þjóða í því að fá gagntolla frá Banda­ríkj­un­um sem eru marg­falt hærri.

Ísland lenti ekki í því.

Þor­gerður nefn­ir að á fyrra kjör­tíma­bili Trumps, þegar hann hækkaði tolla á inn­flutt ál, hafi það ekki haft sér­stök áhrif á ís­lenska álfram­leiðslu þar sem slík­ur út­flutn­ing­ur sé fyrst og fremst til Evr­ópu­ríkja.

Því ger­ir hún ekki endi­lega ráð fyr­ir því að þetta muni hafa of slæm áhrif á áliðnaðinn.

„Ut­an­rík­isþjón­ust­an til­bú­in í bát­ana“

„Þegar markaðir eru opn­ir og frjáls­ir þá gera þeir líka fyr­ir­tæk­in hreyf­an­legri og þau eru mjög flink að leita upp aðra markaði. Þetta er sam­tal sem við ætl­um að eiga fyr­ir at­vinnu­lífið og skoða hvað við get­um gert. Alla­vega er ut­an­rík­isþjón­ust­an til­bú­in í bát­ana,“ seg­ir Þor­gerður. 

Á morg­un munu stjórn­völd funda með at­vinnu­líf­inu til að fara yfir stöðuna bet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert