Útkall vegna vatnsleka

Viðeigandi viðbragð er á staðnum.
Viðeigandi viðbragð er á staðnum. mbl.is/Eyþór

Tveir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út í kvöld vegna vatnsleka í íbúðarhúsnæði í Hafnafirði. 

Talsvert mikið vatn hafði safnast saman í kjallara í húsnæðinu en lekinn reyndist koma utan frá. 

„Ef þetta kemur utan frá er erfitt fyrir okkur að eiga við það. Við gætum þess vegna dælt í heilan dag og það myndi ekki breyta neinu, ef vatnið er að koma annars staðar frá. Það var raunin þarna,“ segir Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir að kallaður hafi verið út dælubíll frá Hreinsitækni sem mun dæla upp vatninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert