Vilja halda gott partý: „Farið að minna á Tsérnóbyl“

Hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík hefur verið rifið að hluta.
Hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík hefur verið rifið að hluta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fram­haldið er bjart. Nú er bara búið að fylla upp í síðustu sprung­una til Grinda­vík­ur og ég tel að við séum ör­ugg fram að ára­mót­um ef miðað er við hvað inn­flæðið í kviku­hólfið er hægt,“ seg­ir Ómar Davíð Ólafs­son hjá Vélsmiðju Grinda­vík­ur.

„Auðvitað kom bak­slag í fólk í gær sem ætlaði sér að fara að máta sig við hús­in sín í sum­ar, en von­andi breyt­ist það á næstu vik­um.“

Hann ræddi við mbl.is í Grinda­vík í dag, ásamt þeim Heiðari Hrafni Ei­ríks­syni og Elíasi Magnúsi Ólafs­syni, um þeirra framtíðar­sýn á bú­setu í bæn­um eft­ir skamm­vinnt eld­gos í gær.

Ómar Davíð Ólafsson, Heiðar Hrafn Eiríksson og Elías Magnús Ólafsson.
Ómar Davíð Ólafs­son, Heiðar Hrafn Ei­ríks­son og Elías Magnús Ólafs­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Flott­ir verðlaunag­arðar orðnir að sinu 

Í ljósi þess hve kviku­inn­flæðið er hægt legg­ur Heiðar til að fast­eigna­fé­lagið Þórkatla, sem hef­ur um­sjón með fast­eign­um í Grinda­vík, leyfi fólki að gista í hús­eign­um sem það átti áður og hef­ur for­kaups­rétt á.

„Það fer eng­inn ann­ar inn í þessi hús. Þau eru mörg hver far­in að láta á sjá og fólk vill ef­laust koma og slá garðinn. Eins þarf að fara að þrífa hús­in. Þó að sag­an segi annað þá er stund­um rok hérna og sjáv­ar­selta. Við þrif­um alltaf hús­in okk­ar tvisvar á ári og það þarf að fara að gera það aft­ur,“ seg­ir Heiðar.

„Hér eru flott­ir verðlaunag­arðar sem eru orðnir að sinu. Nú er þetta farið að minna á Tsér­nó­byl og við vilj­um bara fá líf í bæ­inn,“ bæt­ir Ómar við.

Þeir félagar voru hressir er blaðamann og ljósmyndara bar að …
Þeir fé­lag­ar voru hress­ir er blaðamann og ljós­mynd­ara bar að garði í Grinda­vík í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Höld­um ball og partý 

Þeir fé­lag­ar vilja fá líf í bæ­inn.

„Það er búið að girða af all­ar sprung­ur. Það býr fólk á Sel­fossi og það bann­ar börn­un­um sín­um að fara niður að Ölfusá. Það er hægt að gera hérna líka.“

Segj­ast þeir hlakka til Sjó­mannadags­ins 1. júní sem þeir telja til­val­inn dag til að færa líf í bæ­inn að nýju.

„Þetta verður kannski ekki eins hátíð og verið hef­ur og fólkið sem er ekki komið með hús­in sín get­ur bara gist á tjaldsvæðinu. Við ein­beit­um okk­ur bara að gleðinni og höld­um ball og partý,“ seg­ir Heiðar og Ómar bæt­ir við:

„Við lát­um ekk­ert slá okk­ur af lag­inu. Höld­um í gleðina og fáum sem flesta Grind­vík­inga með okk­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert