Aukið samstarf við risaríkin tvö í Asíu

Sveinn K. Einarsson, deildarstjóri viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu.
Sveinn K. Einarsson, deildarstjóri viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu. mbl.isEyþór Árnason

Sveinn K. Einarsson, deildarstjóri viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu, segir nýjan fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Indland sæta miklum tíðindum. Samningurinn muni skapa mikil tækifæri í íslensku atvinnulífi og greiða götu íslenskra fjárfesta á Indlandi.

Samhliða þessari samningagerð hefur verið unnið að því að efla viðskipti Íslands og Kína.

Kínverska sendiráðið í Reykjavík efndi í vikunni til hringborðsumræðna um viðskipti ríkjanna. Þorlákur Einarsson, sérfræðingur í málefnum Kína hjá utanríkisráðuneytinu, sagði við það tilefni að mikil eftirvænting ríkti gagnvart beinu flugi milli Íslands og Kína. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert