Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms yfir 23 ára karlmanni, Kristjáni Helga Ingasyni, sem dæmdur var fyrir ítrekað samræði með 14 ára stúlku og greitt fyrir samræðið. Kristján var tæplega tvítugur þegar brotin hófust. Hann neitaði sök og sagðist ekki hafa átt samræði við stúlkuna.
Sannað þótti að þau hafi haft samræði sjö skipti, frá október 2021 til janúar 2022.
Í dómskjölum kemur fram að ágreiningur hafi verið um það hvort Kristján hafi vitað aldur stúlkunnar en af gögnum af samskiptaforritinu Snapchat að dæma taldi dómurinn sannað að Kristján Helgi hafi vitað af raunverulegum aldri hennar.
Samræðisaldur í lögum miðast við 15.
Í heild er Kristján sagður hafa látið 300 þúsund krónur í hendur stúlkunnar fyrir kaup á kynlífi. Sjálfur segir Kristján að um lán hafi verið að ræða. Taldi dómurinn það ótrúverðugt.
Þá sagði hann fyrir dómi að samskipti sem ýjuðu að því að stúlkan væri vændiskona hefðu verið „fantasía“ en aldrei hafi raunverulegt samræði átt sér stað.
Stúlkan sagði fyrir dómi að samræði hafi átt sér stað í tíu til tólf skipti og að hún hefði þegið greiðslu fyrir. Fram kemur í máli vinkonu hennar að hún hafi farið með stúlkunni þegar hún og Kristján Helgi hittust í fyrsta skipti. Þá hafi hún veitt honum munnmök gegn greiðslu.
Kristán Helgi hafði áður verið sakfelldur í héraði en dómurinn var tveggja ára fangelsi. Landsréttur þyngdi hann um hálft ár.