Gætum átt von á óvæntum atburðum

Þorvaldur Þórðarson.
Þorvaldur Þórðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitthvað sé að breytast þarna og við getum þess vegna búist við einhverjum óvæntum atburðum á næstunni út af þessu. Þetta er öðruvísi mynstur sem við erum að horfa á og öðruvísi atburðir.“

Þetta segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði í samtali við Morgunblaðið.

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanestá og norðaustur af Sundhnúkagígaröðinni frá því síðdegis í gær eftir að gosinu við Grindavík lauk. Segir hann að atburðir síðustu daga bendi að einhverju leyti til þess að við séum að sjá endalokin á atburðunum á Sundhnúkahrinunni og eldvirknin muni færa sig eitthvað annað.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta sem við erum að sjá núna væru endalokin á atburðunum á Sundhnúkahrinunni hvað eldvirkni varðar og að eldvirknin færði sig til. Jafnvel út á Reykjanes eða austur í Krýsuvík.“

Hins vegar telur Þorvaldur ólíklegt að skjálftavirknin norðaustur af Sundhnúkagígaröðinni bendi til þess að kvikugangurinn sé að færast norðar. Telur hann líklegra að það sé að verða spennulosun á plötuskilum sem ýti undir skjálftana.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert