Grunnskólabörn í útigangi og sækja ekki skóla

Dagbjört segir vont að vita af börnum í útigangi vegna …
Dagbjört segir vont að vita af börnum í útigangi vegna úrræðaleysis. Samsett mynd

Þau mál sem barna­vernd­arþjón­ust­ur fá inn á borð til sín varða sí­fellt yngri börn, með þyngri vanda, sem sýna al­var­lega áhættu­hegðun. Ef ekki tekst að vinna á vand­an­um með fyrsta inn­gripi, sem fel­ur í sér stuðning í nærum­hverf­inu, eru í raun ekki næg úrræði fyr­ir þessi börn eins og staðan er í dag. Fyr­ir vikið þyng­ist vandi barn­anna enn frek­ar og hóp­ur­inn stækk­ar. 

Í yngsta hópn­um, meðal barna í áhættu­hegðun, eru börn á grunn­skóla­aldri sem sækja ekki skóla og eru jafn­vel í útigangi.  

Þetta seg­ir skrif­stofu­stjóri barna­vernd­ar í Kópa­vogi.

Tölu­vert hef­ur verið fjallað um það úrræðal­eysi sem rík­ir mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda, hér á mbl.is síðustu mánuði, og hef­ur til að mynda umboðsmaður barna lýst yfir neyðarástandi í mála­flokkn­um. Úrræðum hef­ur fækkað síðustu ár og þau sem eru í boði eru í raun al­gjör­lega eins­leit. 

„Staðan fyr­ir drengi í dag er mjög al­var­leg“ 

Árið 2023 skilaði stýri­hóp­ur skýrslu um fyr­ir­komu­lag þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda þar sem fram komu fjór­tán til­lög­ur að úrræðum sem talið var mik­il­vægt að koma á fót. Þá var einnig talað um bráðaaðgerð sem þyrfti að ráðast í með því að koma á fót úrræði fyr­ir börn með al­var­leg­an hegðun­ar­vanda en ekki glíma við fíkni­efna­vanda. Skemmst er að segja frá því að ekk­ert af þess­um fjór­tán úrræðum hef­ur enn orðið að veru­leika. 

„Úrræðal­eysið er gríðarlegt og þetta er farið að taka sinn toll af barna­vernd­arþjón­ust­um lands­ins. Það er erfitt að hafa úr litlu úr að moða og staðan er bara grafal­var­leg. Þetta úrræðal­eysi er flókið, það er lítið að hafa, fá pláss í boði og vandi barn­anna orðinn mjög þung­ur þegar þau kom­ast að,“ seg­ir Dag­björt Rún Guðmunds­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri barna­vernd­ar hjá Kópa­vogs­bæ, í sam­tali við mbl.is. 

„Ég hef séð það á þess­um tólf árum sem ég hef starfað í þessu að þeim úrræðum sem eru boði hef­ur bara fækkað og fækkað. Þetta eru bara örfá pláss. Staðan fyr­ir drengi í dag er mjög al­var­leg, að það sé ekki opið meðferðarúr­ræði fyr­ir þá,“ seg­ir Dag­björt, en ekk­ert lang­tíma­úr­ræði hef­ur verið í boði fyr­ir drengi í heilt ár, eða frá því meðferðar­heim­il­inu Lækj­ar­bakka var lokaðvegna myglu. 

Stefnt er að því að opna Lækj­ar­bakka aft­ur á nýj­um stað í haust, í Gunn­ars­holti á Rangár­völl­um, en þangað til verður ekk­ert lang­tíma­úr­ræði í boði fyr­ir drengi. Þeir dreng­ir sem ljúka meðferð og grein­ingu í Blöndu­hlíð á Vogi, kom­ast því hvergi að í lang­tímameðferð í fram­hald­inu, þurfi þeir á því að halda. Í sam­töl­um við mbl.is hafa for­eldr­ar og aðrir sem þekkja til viðrað mikl­ar áhyggj­ur af því að dreng­irn­ir fari aft­ur beint í neyslu að meðferð lok­inni, vegna þessa. 

Þetta ástand er að sliga alla“ 

Fyrsta inn­grip þegar barn er farið að sýna mikla áhættu­hegðun er að setja í gang svo­kallaða MST-fjöl­kerfameðferð sem fer fram á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar og þar koma að all­ir lyk­ilaðilar í nærum­hverfi barns­ins. Slík meðferð hent­ar hins veg­ar ekki þegar vandi barns­ins er orðinn mjög al­var­leg­ur. 

„Stund­um dug­ar MST bara fínt og það er nóg til að snúa við ákveðinni þróun, en ekki í öll­um til­vik­um. Það þarf bara meiri fjöl­breytni í það sem er í boði og búið er að meta það. Við mynd­um gjarn­an vilja að ríkið tæki mið af þeim skýrsl­um og að það væri sett­ur ein­hver kraft­ur í þetta. Það vant­ar þessi stig­skiptu úrræði sem búið er að greina fram og til baka,“ seg­ir Dag­björt. 

For­eldr­ar barna sem hafa þurft að bíða lengi eft­ir meðferðarúr­ræði, og mbl.is hef­ur rætt við, hafa lýst al­gjörri bug­un og von­leysi gagn­vart kerf­inu, sem þeim finnst hafa brugðist börn­un­um sín­um. Til að mynda hafi verið gefn­ar von­ir um úrræði í sjón­máli sem ekki hafi staðist. 

„Maður skil­ur þessa for­eldra sem eru í mik­illi ör­vænt­ingu og líður illa. Þetta er ekki bara barnið sem er í vanda, það er öll fjöl­skyld­an sem er und­ir og systkini þess­ara barna. For­eldr­arn­ir eiga erfitt með að sinna þessu, þau eru al­gjöru úrræðal­eysi og upp­lifa að þau séu að koma að lokuðum dyr­um. Maður skil­ur það mjög vel þegar lítið er í boði. Við erum að reyna að bjóða upp á ým­is­legt en oft er það bara ekki nóg,“ seg­ir Dag­björt og held­ur áfram: 

„Þetta ástand er að sliga alla, þetta er líka að sliga alla barna­vernd­ar­starfs­menn sem eru með þess­ar fjöl­skyld­ur í fang­inu að reyna að styðja við, reyna að styðja við bæði for­eldr­ana og börn­in. Þetta er líka að sliga skól­ana, af því börn­in eru með flók­inn vanda inn­an skól­ans og jafn­vel ekki skóla­tæk. Þannig þetta er snú­in staða.“ 

Börn sem voru ekki á kort­inu fyr­ir ári síðan

Aðspurð hvort vand­inn sé að þyngj­ast eða börn­un­um að fjölga, seg­ir Dag­björt bæði vera að ger­ast. Svo eigi úrræðal­eysið sinn þátt í því hvernig þró­un­in hef­ur orðið.  

„Bæði er vand­inn að þyngj­ast hjá börn­un­um og þetta eru fleiri börn. Hvað sem veld­ur því er kannski erfitt að segja ná­kvæm­lega til um. Það á bara eft­ir að skoða það bet­ur með rann­sókn­um, hvaða áhrif hef­ur Covid til dæm­is haft og allt það á fé­lags­færni barna og svo fram­veg­is. Það eru margþætt áhrif þarna, en ég held þetta sé blanda.“ 

Þró­un­in hafi verið með þeim hætti síðustu árin að sí­fellt yngri börn glími við þyngri vanda og verið sé að grípa þau of seint. 

„Þegar þau koma inn með þenn­an vanda þá er hann svo­lítið hraður. Það er upp­lif­un okk­ar núna. Þau eru að koma inn ung og með, ekki endi­lega stig­vax­andi vanda eins og það var, held­ur er vand­inn að þyngj­ast hratt,“ út­skýr­ir Dag­björt. 

 „Börn sem voru ekk­ert endi­lega á kort­inu fyr­ir ári síðan en eru bara kom­in inn hratt,“ bæt­ir hún við. 

Á mbl.is og í Morg­un­blaðinu hafa birst viðtöl við for­eldra tveggja barna sem höfðu slíka sögu að segja. Börn­in fóru frá því að vera ann­ars veg­ar fyr­ir­mynda­nem­andi og hins veg­ar af­reks­barn í íþrótt­um yfir í mikla neyslu fíkni­efna og af­brota­hegðun á skömm­um tíma.

Dag­björt seg­ir þó að verða að hafa í huga að það hafi mikið breyst á síðustu árum í um­hverfi barn­anna. Til dæm­is með til­komu sam­fé­lags­miðla. 

„Tengslanet barna fer víða, þetta er ekki leng­ur bundið við hverfið eða skól­ann, þau eru úti um allt. Það hef­ur auðvitað líka áhrif, sam­fé­lags­miðlar og fleira.“ 

For­eldr­ar stund­um hrædd­ir við viðbrögð barn­anna 

En hvað er hægt að gera fyr­ir þessi ungu börn sem koma inn með jafn þung­an vanda og raun ber vitni? Hvað er það sem gríp­ur þessi börn? 

„Hvert mál er auðvitað ein­stakt, það er eng­in ein regla. En við reyn­um að byrja á að vinna málið í nærum­hverf­inu með því að setja inn MST. Það er yf­ir­leitt fyrsta skrefið þegar það er kom­in mik­il áhættu­hegðun. Það er alltaf best að reyna fyrst að vinna málið heima. Það er ekki endi­lega alltaf barn­inu fyr­ir bestu að vista það utan heim­il­is eða á meðferðar­heim­ili sem er löng bið í,“ seg­ir Dag­björt. 

„Auðvitað þurf­um við líka að huga að því, ef við erum með ungt barn með áhættu­hegðun, hvort það á heima inni á neyðar­vist­un. Það á ekk­ert alltaf við og ekki það sem við mynd­um vilja sjá sem fyrstu skref. Held­ur er það eitt­hvað sem gripið er til í al­gjörri neyð. Við vilj­um frek­ar styðja for­eldra í upp­eld­is­hlut­verk­inu og að þeir ráði við að setja börn­un­um sín­um mörk. Stund­um er ákveðin hræðsla við það líka, for­eldr­ar hrædd­ir við viðbrögð barna sinna.“ 

Dag­björt seg­ir það alltaf væn­leg­ast til ár­ang­urs ef það næst sam­vinna með bæði for­eldr­um og barni. Einnig að geta unnið með van­líðan barns­ins og reyna að finna út hvað er að valda henni. 

Vont að vita af börn­um í útigangi

„Nú erum við búin að vera í þess­ari far­sæld­ar­vinnu og samþætt­ingu og inn­leiðingu á því. Það tek­ur tíma þangað til að við för­um að sjá ár­ang­ur af því. Það er frá­bært að við séum að setja púður í að grípa þessi börn fyrr og ég held að all­ir barna­vernd­ar­starfs­menn fagni því, en það má ekki gleyma þeim börn­um sem eru kom­in á þenn­an stað,“ seg­ir Dag­björt. 

„Þau munu vera rosa­lega dýr fyr­ir sam­fé­lagið ef við gríp­um þau ekki. For­eldr­ar eru líka að detta úr vinnu því þeir eiga erfitt með að sinna vinn­unni sinni ásamt því að vakta börn­in sín og veita þeim meðferð. Þau geta ekki verið í öll­um hlut­verk­um, þau þurfa stuðning kerf­is­ins. Þetta ætti ekki að vera svona flókið í mín­um huga.“ 

Hún bend­ir á að ekk­ert megi út af bregða, eins og staðan sé í dag, til að allt fari á enn verri veg. Það hafi sýnt sig við brun­ann á Stuðlum í októ­ber þar sem barn lést. Síðan þá hef­ur ekki verið hægt að bjóða upp á hefðbundna meðferð og grein­ingu á Stuðlum og pláss­in þar hafa að mestu leyti verið nýtt fyr­ir gæslu­v­arðhald og afplán­un barna og ung­linga. 

„Þetta stóð tæpt fyr­ir, en vand­inn bara vex og vex. Vandi þess­ara barna sem ætti að vera kom­in ein­hvers staðar inn, þau eru ekki að kom­ast inn þannig vand­inn vex og hóp­ur­inn stækk­ar. Það er vont að vita af börn­um sem eru kannski ekki í skóla, eru bara í útigangi, þetta er mjög flókið.“  

Að sögn Dag­bjart­ar er hóp­ur grunn­skóla­barna á þeim stað. 

Kerfið kannski komið að þol­mörk­um

„Kannski þurf­um við bara að fara að dusta rykið af ein­hverju gömlu, eins og þegar úti­deild­in var upp á sitt besta. Lög­regl­an er að stíga fast inn í þetta og er meira að elta hópa­mynd­un­ina. Það er það sem virk­ar, sýni­legri lög­gæsla í hverf­un­um. Meiri kontakt við þessa krakka, bæði í gegn­um sterka fé­lags­miðstöð, sem Flot­inn er, og lög­reglu. Þetta þarf að vera sam­vinna barna­vernd­ar, Flot­ans og lög­reglu, að klukka í hóp­inn.“ 

Hún seg­ir að verið sé að reyna að ná utan um hóp­inn með þess­ari sam­vinnu, en hvort það sé strax farið að skila ár­angri, sé erfitt að segja til um. 

„Kannski er kerfið bara komið að þol­mörk­um núna?”  

Það þurfi að ráðast strax í upp­bygg­ingu fleiri og fjöl­breytt­ari úrræða. 

„Það er alltaf þetta mat, það er ekki hægt að steypa alla í sama formið. Það eiga ekki all­ir heima inni á Blöndu­hlíð. Börn­in eru með mis­mun­andi þarf­ir, mis­mun­andi áhættu­hegðun, það er mis­mun­andi sem þau þarfn­ast.“ 

Fé­lags­ráðgjaf­ar brenna út í ung­linga­mál­um 

Líkt og fram hef­ur komið reyn­ir ástandið veru­lega á starfs­fólk barna­vernd­ar og ýmsu hef­ur þurft að breyta til að koma í veg fyr­ir að fólk hrein­lega brenni út í starfi vegna skorts á meðferðarúr­ræðum fyr­ir börn. 

Fyr­ir tólf árum, þegar Dag­björt fór að vinna í barna­vernd­ar­mál­um, sáu til að mynda svo­kallaðir ung­lingaráðgjaf­ar um mál ung­linga sem komu inn til barna­vernd­ar. Þeir fé­lags­ráðgjaf­ar voru sér­hæfðir í slík­um mál­um og gátu ein­beitt sér að þeim. Í dag er ekki hægt að hafa fyr­ir­komu­lagið með þeim hætti. 

„Þó ég sé í dag með fé­lags­ráðgjafa sem hafa brenn­andi áhuga á þess­um mála­flokki og á ung­linga­mál­um, þá er það ekki leggj­andi á tvo eða þrjá starfs­menn að vera ein­göngu í þess­um mál­um, úrræðal­eysið er það mikið. Það er það sem brenn­ir starfs­fólkið út. Að sitja með ung­menni í vanda og for­eldri þess, sem er ofboðslega hrætt um það sem framund­an er, og það eru eng­ar lausn­ir í sjón­máli. Það er mjög íþyngj­andi fyr­ir þann fé­lags­ráðgjafa sem er að sinna mál­inu, út­skýr­ir Dag­björt. 

„Við höf­um horfið frá því að vera með sér skil­greinda aðila í ung­linga­mál­um, yfir í að deila þessu. Ann­ars klára ég starfs­fólkið mitt á núll einni. Það er erfiðast að vita hvað þarf, en það er ekk­ert sem tek­ur við. Það er mjög lýj­andi fyr­ir barna­vernd­ar­starfs­mann að sitja með það.“ 

Dag­björt seg­ir börn með fjölþætt­an vanda oft hafa verið börn­in sem eng­inn hafi viljað vita af. Nú sé vandi þess­ara barna hins veg­ar orðinn svo um­fangs­mik­ill og áber­andi að sam­fé­lagið geti ekki litið und­an. 

„Við sem sam­fé­lag eig­um að hafa fulla burði til að geta náð utan um mál­efni barna með fjölþætt­an vanda. Við búum yfir mik­illi þekk­ingu og höf­um margt fag­fólk. Nú þarf bara að for­gangsraða í þágu vel­ferðar barna. Og það þarf að vera sam­vinnu­verk­efni rík­is og sveit­ar­fé­laga.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert