Landsvirkjun hefur ákveðið að selja fyrrum höfuðstöðvar sínar á Háaleitisbraut 68.
Þetta kemur fram í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að til sölu sé dótturfélag Landsvirkjunar, en eign þess er 4.555m² húsnæði eða um 56% af skráðri stærð alls hússins.
Bent er á húsnæðið bjóði upp á mikla möguleika.
„Húsið stendur á einstökum útsýnisstað, miðsvæðis í borginni. Þá eru ýmis tækifæri til aukinnar nýtingar á lóð eða breytinga á húsinu.“
Þá segir að frestur til að skila inn skuldbindandi tilboðum sé til miðnættis miðvikudaginn 28. maí 2025.