Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu

Horft yfir Kleifarvatn, skammt frá upptökum skjálftans.
Horft yfir Kleifarvatn, skammt frá upptökum skjálftans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. Mælingar gefa til kynna að hann hafi verið enn öflugri en sá sem sem mældist fyrr í dag upp á 3,6 stig.

„Fyrstu tölur hjá okkur benda til þess að skjálftinn hafi verið rétt um fjóra. Skjálftinn er á sama stað og fyrr í kvöld á milli Trölladyngju og Kleifarvatns,“ segir Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

„Þetta eru svokallaðir gikkskjálftar sem helgast af spennulosun í jarðskorpunni. Virknin var út af Eldey en hún hefur færst í átt að Trölladyngju og Kleifarvatni núna,“ segir Steinunn.  

Fréttin hefur verið uppfærð.

Skjálftinn varð vestan við Kleifarvatn.
Skjálftinn varð vestan við Kleifarvatn. Kort/map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert