Leit sem fram fór við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld hefur verið hætt og maðurinn sem leitað var að er fundinn. Þetta staðfesti vaktmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu við mbl.is.
Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í leitinni voru frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en hún afturkölluð áður en hún kom á svæðið til leitar.