Lengd gossins nú verið ákvörðuð

Eldgosið stóð aðeins yfir í um sex tíma.
Eldgosið stóð aðeins yfir í um sex tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldgosið sem hófst kl. 9.44, að morgni þriðjudagsins 1. apríl, lauk um kl. 16.45 sama dag.

Gosið stóð þar með aðeins yfir í um sex klukkutíma og rekur því lestina hvað varðar lengd einstakra eldsumbrota í þeirri goshrinu sem hófst í mars fyrir fjórum árum.

Þetta er niðurstaða greininga Veðurstofu á efni úr vefmyndavélum, myndatökum úr lofti og gasmælingum.

Enn ekki lokið

Í nýrri tilkynningu er þó tekið fram að atburðinum sé enn ekki lokið, enda mælist áfram nokkur fjöldi smáskjálfta á kvikuganginum, aðallega norður af Stóra- Skógfelli, þó dregið hafi úr virkninni síðasta hálfa sólarhringinn.

Lítil skjálftavirkni mælist á suðurhluta kvikugangsins.

Jarðskjálftavirkni í nærliggjandi eldstöðvakerfum, það er við Reykjanestá, Eldey og Trölladyngju, hefur sömuleiðis dvínað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert