Sitja uppi með uppgreiðslugjaldið

ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs.
ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs. mbl.is/Sverrir

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að ÍL-sjóði hafi verið heimilt að krefja lántakendur um uppgreiðslugjald á lánum sem þeir höfðu hjá sjóðnum. 

Dómur þess efnis féll í Landsrétti í dag.

Umrædd lán voru uppgreidd en snéri ágreiningurinn að því hvort ÍL hefði verið heimilt að innheimta uppgreiðslugjald. Skilmálar um uppgreiðslugjald fylgdu lögum um neytendalán sem sett voru fyrir 2013 en eftir þann tíma var skilmálum breytt þannig að mun þrengri skorður voru settar á uppgreiðslugjald þegar lán var gert upp.

Í sjö málum sem öll féllu á sama veg í Landsrétti í dag höfðu lántakendur yfirtekið eldri lán sem hvíldu á fasteignum. Voru þau öll tekin fyrir árið 2013 eða áður en ný lög um neytendalán tóku gildi og voru samkvæmt skilmálum gamla Íbúðalánasjóðsins.

Fóru lántakendur í mál við ÍL-sjóð þar sem þeir töldu að skilmálar sem giltu eftir árið 2013 ættu að gilda um lán þeirra. Á þetta féllst Landsréttur ekki frekar en héraðsdómur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert