Margir þekktir einstaklingar úr stjórnsýslunni eru á meðal umsækjenda um embætti skrifstofustjóra Alþingis sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Alls bárust 22 umsóknir um embættið.
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, er á meðal umsækjenda líkt og Kristrún Heimisdóttir lektor og fyrrum varaþingmaður. Kristján Andri Stefánsson sendiherra sækir sömuleiðis um.
Ragna Árnadóttir, sem gegnt hefur embættinu síðustu fimm árin og rúmlega það, lætur af embætti á næstu mánuðum og tekur við starfi forstjóra Landsnets.
Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri
Einar Jónsson, sviðsstjóri
Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri
Halla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri
Hildur Eva Sigurðardóttir, sviðsstjóri
Hjörtur Jónsson, viðskiptastjóri
Hrafn Sveinbjarnarson, forstöðumaður
Hörður Ágústsson, sölu- og markaðsstjóri
Ingvar Þór Sigurðsson, sviðsstjóri
Jón Bragi Gíslason, lögfræðingur
Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra
Kristrún Heimisdóttir, lektor
Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur
Sigríður Laufey Jónsdóttir. forstöðumaður
Sigríður Lovísa Tómasdóttir, framkvæmdastjóri
Sverrir Jónsson, sviðsstjóri
Unnur Brá Konráðsdóttir, lögfræðingur
Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður
Þórdís Ósk Helgadóttir, sviðsstjóri
Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur