Mikill áhugi var á starfi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum.
Alls bárust 28 umsóknir en fimm umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir að nöfn umsækjenda yrðu birt.
Gísli Einarsson, ritstjóri Landans.
Ljósmynd/Árni Torfason
Mörg forvitnileg nöfn eru á listanum, til að mynda Gísli Einarsson, ritstjóri Landans á RÚV, og Eva Georgs Ásudóttir sem á dögunum hætti sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Margrét Jónasdóttir, settur dagskrárstjóri, sækir sömuleiðis um starfið, líkt og Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari.
Af öðrum þekktum umsækjendum má geta Elínar Sveinsdóttur framleiðanda, Helga Jóhannessonar framleiðenda, Þorfinns Ómarssonar fyrrum fjölmiðlamanns og Marteins Þórssonar leikstjóra.
Eva Georgs Ásudóttir, fyrrum sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Þessi sóttu um starfið:
- Björn Sigurðsson, dagskrár- og sölustjóri
- Davíð Örn Mogensen Pálsson, rekstrarstjóri
- Delaney Dammeyer, rannsóknarmaður
- Eiríkur Bogi Guðnason, kassastarfsmaður og sjóðsstjóri
- Elín Sveinsdóttir, framleiðandi
- Eva Georgs Ásudóttir, fv. sjónvarpsstjóri
- Gísli Einarsson, ritstjóri
- Gudmundur Ingi Þorvaldsson, listamaður
- Helgi Jóhannesson, framleiðandi
- Henny Adolfsdóttir, ráðgjafi
- Ingimar Björn Eydal Davíðsson, framleiðslustjóri
- Kikka Sigurðardóttir, menningarstjórnandi
- Kristján Kristjánsson, markaðsstjóri
- Magdalena Lukasiak, kennari
- Magnús Ásgeirsson, rafvirki
- Magnús Sigurður Guðmundsson, lektor
- Margrét Jónasdóttir, settur dagskrárstjóri
- Marteinn Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
- Ragna Árný Lárusdóttir, framleiðslustjóri
- Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og listfræðingur
- Tómas Örn Tómasson, kvikmyndagerðarmaður
- Þorfinnur Ómarsson, samskiptastjóri
- Þórunn Ósk Rafnsdóttir, stuðningsfulltrúi