Víða tveggja stafa hitatölur á morgun

Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 12 á hádegi.
Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Sólin mun skína á austurhelmingi landsins í dag en í dag verður suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s en 8-13 m/s í vindstrengjum við fjöll vestast. Skýjað verður með köflum vestan til og sums staðar dálítil væta, en yfirleitt léttskýjað eystra. Hitinn verður á bilinu 0 til 8 stig.

Það hlýnar heldur í veðri á morgun. Það verða suðaustan 5-13 m/s og skýjað með köflum við suður- og vesturströndina en annars yfirleitt bjartviðri. Hitinn verður 3 til 11 stig og verður hlýjast inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert