Vikivaki verður ekki íbúð

Söluturn við Barónsstíg.
Söluturn við Barónsstíg. mbl.is/sisi

Sölut­urn­um hef­ur farið fækk­andi í Reykja­vík á und­an­förn­um árum. Einn af þeim sem enn starfa er Viki­vaki á horni Baróns­stígs og Grett­is­götu. Er hann til húsa á jarðhæð Baróns­stígs 27.

Á fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur fyr­ir skömmu var tek­in til af­greiðslu fyr­ir­spurn um hvort breyta mætti notk­un hæðar­inn­ar úr at­vinnu­hús­næði í íbúðar­hús­næði.

Nei­kvætt var tekið í er­indið þar sem breyt­ing­in sam­ræmd­ist ekki aðal­skipu­lagi.

Fram kem­ur hjá verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa að sam­kvæmt aðal­skipu­lagi sem í gildi er til­heyri bygg­ing­in Baróns­stíg­ur 27 borg­ar­hluta 2, miðborg. Húsið sé við aðal­götu og á hliðar­versl­un­ar­svæði. Því gildi um húsið ákvæði um virk­ar götu­hliðar.

Í aðal­skipu­lagi seg­ir m.a. um virk­ar götu­hliðar: „Ekki er heim­ilt að breyta nú­ver­andi at­vinnu- og þjón­ustu­hús­næði á jarðhæðum í íbúðir.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert