Allir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út á níunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um eld í heimahúsi í Gerðunum í Reykjavík.
Þegar fyrsta bíllinn bar að garði reyndist svo hins vegar ekki vera heldur hafði kviknað í potti á eldavél og húsráðendum tekist að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom. Hinir dælubílarnir voru því afturkallaðir.
Þetta segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.