Allir dælubílar kallaðir út en þeim svo snúið við

Eldurinn reyndist vera minniháttar.
Eldurinn reyndist vera minniháttar. mbl.is/Eyþór

All­ir dælu­bíl­ar slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu voru kallaðir út á ní­unda tím­an­um í kvöld vegna til­kynn­ing­ar um eld í heima­húsi í Gerðunum í Reykja­vík. 

Þegar fyrsta bíll­inn bar að garði reynd­ist svo hins veg­ar ekki vera held­ur hafði kviknað í potti á elda­vél og hús­ráðend­um tek­ist að slökkva eld­inn áður en slökkviliðið kom. Hinir dælu­bíl­arn­ir voru því aft­ur­kallaðir. 

Þetta seg­ir Stefán Krist­ins­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka