Andlát: Hilmar Guðlaugsson

Hilmar Guðlaugsson, múrari og fv. borgarfulltrúi í Reykjavík.
Hilmar Guðlaugsson, múrari og fv. borgarfulltrúi í Reykjavík.

Hilm­ar Guðlaugs­son, múr­ari og fv. borg­ar­full­trúi í Reykja­vík, lést 2. apríl, 94 ára að aldri.

Hilm­ar fædd­ist 2. des­em­ber 1930 í Reykja­vík og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Guðlaug­ur Þor­steins­son, sjó­maður, fisksali og hafn­sögumaður, og Guðrún Jóns­dótt­ir hús­móðir. Blóðfaðir Hilm­ars var Svaf­ar Dal­mann Þor­valds­son.

Hilm­ar gekk í Ingimars­skól­ann við Lind­ar­götu og út­skrifaðist þaðan sem gagn­fræðing­ur árið 1948. Hann lærði múr­verk og út­skrifaðist úr Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1954, og var á samn­ingi hjá afa sín­um, Jóni Ei­ríks­syni. Árið 1958 var hon­um boðið til Banda­ríkj­anna til að full­nema sig í flísa- og mósaík­lögn­um.

Hilm­ar var alla tíð virk­ur í fé­lags­mál­um sam­hliða vinnu. Hann var formaður Múr­ara­fé­lags Reykja­vík­ur 1965-1973 og síðar fyrsti formaður ný­stofnaðs Múr­ara­sam­bands Íslands 1973-1977. Átti um tíma sæti í miðstjórn ASÍ. Hann kom m.a. að kaup­um múr­ara­fé­lag­anna á jörðinni Önd­verðanesi í Gríms­nesi árið 1968 en þar er nú kom­inn 18 holu golf­völl­ur og mik­il or­lofs­húsa­byggð. Var Hilm­ar út­nefnd­ur heiðurs­fé­lagi Múr­ara­fé­lags Reykja­vík­ur.

Árið 1972 hætti Hilm­ar í múr­verk­inu og hóf störf fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, var fram­kvæmda­stjóri verka­lýðsráðs og sinnti því starfi í 28 ár, eða þar til hann fór á eft­ir­laun. Árið 1982 var hann kjör­inn borg­ar­full­trúi í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, átti sæti í bygg­ing­ar­nefnd borg­ar­inn­ar í 30 ár, þar af formaður í 12 ár. Einnig var hann í stjórn verka­manna­bú­staða, síðar hús­næðis­nefnd Reykja­vík­ur og formaður þar í fjög­ur ár.

Hilm­ar var formaður Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Fram í átta ár og sæmd­ur gull­merki og silf­urkrossi fé­lags­ins fyr­ir vel unn­in störf. Einnig sæmd­ur gull­merki KSÍ og ÍSI og fékk merki KRR með lár­viðarsveig. Þá var hann fé­lagi í Odd­fellow­regl­unni frá ár­inu 1967 og á seinni árum virk­ur í starfi Fé­lags eldri borg­ara í Grafar­vogi, þar af formaður í fjög­ur ár.

Eig­in­kona Hilm­ars var Jóna Guðbjörg Steins­dótt­ir, f. 1928, d. 2019. Börn þeirra eru Stein­gerður, f. 1949, Guðlaug­ur Rún­ar, f. 1953, og Atli, f. 1959. Barna­börn­in eru níu tals­ins, langafa­börn­in 17 og tvö langa­langafa­börn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert