Aukin skattheimta vegur að atvinnumálum á Vestfjörðum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðarbæj­ar seg­ir að fyr­ir­ætluð auk­in gjald­taka á sjáv­ar­út­veg­inn, auk annarra ákv­arðana fyrri rík­is­stjórn­ar vegi að at­vinnu­upp­bygg­ingu á Vest­fjörðum.

    Þetta kem­ur fram í viðtali við hann og Ragn­ar Sig­urðsson, koll­ega hans í Fjarðabyggð, á vett­vangi Spurs­mála.

    Vilja skýr­ari svör

    Sveit­ar­fé­lög sem byggja af­komu sína í rík­um mæli á starf­semi sjáv­ar­út­vegs­ins vilja skýr­ari svör frá meiri­hlut­an­um á Alþingi um það hvaða áhrif hann telji að tvö­föld­un veiðigjalda á út­gerðarfé­lög muni hafa á byggðir lands­ins.

    Um þetta eru þeir Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðarbæj­ar, og Ragn­ar Sig­urðsson, formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar, sam­mála. Sá síðar­nefndi bend­ir á að al­gjört sam­ráðsleysi hafi ein­kennt und­ir­bún­ing­inn að frum­varp­inu sem lagt var fram í sam­ráðsgátt og hef­ur nú tröllriðið allri umræðu í ís­lensk­um stjórn­mál­um síðustu daga.

    Hafa átt í vök að verj­ast

    Gylfi bend­ir á að sveit­ar­fé­lög­in á lands­byggðinni hafi átt í vök að verj­ast. Það eigi því miður ekki aðeins við um þetta mál held­ur einnig aðra gjald­töku sem fyrri rík­is­stjórn hafi dengt á starf­semi á þeirra vett­vangi. Þar nefn­ir hann sér­stak­lega svo­kölluð innviðagjöld sem lögð voru á skemmti­ferðaskip og að þau hafi verið lögð á með skömm­um fyr­ir­vara. Sömu­leiðis niður­fell­ingu virðis­auka­skatts á leiðang­urs­skip sem hafi lagt leið sína í minni hafn­ir, meðal ann­ars á Pat­reks­firði og í Flat­ey, en svo einnig stig­hækk­andi gjöld á lax­eldið sem verið hef­ur í mikl­um vexti á Vest­fjörðum. Seg­ir Gylfi þetta mjög baga­legt.

    Gríðarleg verðmæta­sköp­un í Fjarðabyggð

    Í viðtal­inu bend­ir Ragn­ar á að sú verðmæta­sköp­un sem verði til á Aust­fjörðum sé úr öllu sam­hengi við þann mann­fjölda sem þar býr. Í Fjarðabyggð eru launa­tekj­ur á hvern íbúa enda lang­hæst­ar, sé það borið sam­an við önn­ur svæði. Hann seg­ir að fyr­ir­ætlan­ir stjórn­valda vegi að þessu og þeim mögu­leik­um sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in á svæðinu hafa til þess að efla starf­sem­ina enn frek­ar og fjár­festa til framtíðar.

    Viðtalið við Gylfa og Ragn­ar má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert