Býst við töfum á umferð í þrjú ár

Sæbraut verður lögð í stokk á kafla í þágu borgarlínu.
Sæbraut verður lögð í stokk á kafla í þágu borgarlínu. Morgunblaðið/Eggert

Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, seg­ir ekki hjá því kom­ist að það verði taf­ir á um­ferð þegar hluti Sæ­braut­ar­inn­ar verður lagður í stokk. Reiknað sé með að verkið hefj­ist 2027 og að því ljúki 2030.

„Fram­kvæmd­um við stokka fylg­ir mikið rask. Því þarf að út­búa öfl­ug­ar hjá­leiðir, en jafn­vel þótt það sé gert verður tals­vert rask. Þess vegna er mik­il­vægt að stytta fram­kvæmda­tím­ann eins mikið og hægt er. En þótt út­bú­in sé hjá­leið get­ur ekki verið sami um­ferðar­hraði eins og er á veg­in­um í dag. Því munu fylgja ein­hverj­ar taf­ir,“ seg­ir Davíð.

Byggt fyr­ir borg­ar­línu

Þétt­ing byggðar í borg­inni tek­ur nú mið af áform­um um borg­ar­línu og áherslu á strætó. Það birt­ist nú vel í Safa­mýri þar sem biðstöð Strætó er í seil­ing­ar­fjar­lægð frá nýj­um íbúðum Bjargs.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert