Ekkert aðhafst vegna tolla

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að fylgjast grannt með afleiðingum …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að fylgjast grannt með afleiðingum verndartollasetningar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Samsett mynd/AFP/Mandel Ngan/mbl.is/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir mik­il­vægt að EFTA-rík­in á Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) tryggi að staða þeirra á innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) sé virt, þó að þau séu ekki í tolla­banda­lagi ESB.

Sömu­leiðis þurfi að gæta þess að eng­inn mis­skiln­ing­ur verði um stöðu lands­ins í tolla­stríði ESB og Banda­ríkj­anna, en Evr­ópu­sam­bandið svaraði vernd­artoll­um Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta með refsitoll­um.

„Ég get al­veg tekið und­ir það að það væri al­var­legt ef viðbrögð Evr­ópu­sam­bands­ins myndu til dæm­is toga okk­ur inn, það er að segja við mynd­um verða fyr­ir gagn­kvæmnistoll­um,“ seg­ir Kristrún í viðtali við Morg­un­blaðið.

Sömu gætni gagn­vart tengsl­um við ESB gætti hins veg­ar ekki í orðum Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra í viðtali við spænska stór­blaðið El País í gær.

„Von­andi verðum við líka sam­an inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins,“ sagði hún um sam­leið Íslands og Spán­ar og taldi að það þyrfti „ekki mikið“ til.

For­sæt­is­ráðherra tel­ur hins veg­ar ástæðulaust að grípa til sér­stakra ráðstaf­ana vegna tolla Trumps og hef­ur meiri áhyggj­ur af af­leidd­um áhrif­um, sem ekki séu enn fram kom­in.

Þannig tel­ur hún ekki til­efni til þess að end­ur­skoða fjár­mála­áætl­un þótt for­send­ur kunni að hafa breyst, mik­il­væg­ara sé að halda kúrsi, senda ekki skila­boð um að áætl­un stjórn­valda stand­ist enga ágjöf.

Veiðigjalda­hækk­un óhögguð

Spurð hvort þetta högg á út­flutn­ings­at­vinnu­vegi sé ekki ástæða til þess að leggja til hliðar áform um tvö­föld­un veiðigjalda og nýj­ar álög­ur á ferðaþjón­ustu seg­ir Kristrún það óþarfa.

Eft­ir því var tekið að í ávarpi sínu á árs­fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) minnt­ist Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra lít­il­lega á vernd­artolla Trumps, en sagði ekk­ert um viðbrögð stjórn­valda. Hún vék í ávarp­inu stutt­lega að hækk­un veiðigjalda, en setti hana ekki ekki í sam­hengi við fyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar tolla Trumps.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert