Ekki að kjósa enn eina konuna

Silja Bára Ómarsdóttir.
Silja Bára Ómarsdóttir. mbl.is/Eyþór

„Fólk sem vann fyr­ir mig í rektors­fram­boði mínu heyrði dag­lega: Ég ætla ekki að kjósa enn eina kon­una. Það að ég er kona var ekki að vinna með mér hjá öll­um,“ seg­ir Silja Bára Ómars­dótt­ir sem ný­lega var kjör­in rektor Há­skóla Íslands, en hún er í ít­ar­legu viðtali í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Spurð um helstu áherslu­mál seg­ist Silja Bára að sig langi til að styðja við fjöl­breyti­leik­ann í skól­an­um. Hún vill einnig upp­færa kennslu­hætti.

„Það er fjöld­inn all­ur af kenn­ur­um sem eru að gera frá­bæra hluti en hjá sum­um er kennsl­an af­gangs­stærð. Svo er hluti af því að skapa sam­fé­lag að nem­end­um finn­ist þeir þurfa að koma í tíma. Það dug­ar ekki að lesa bara bæk­urn­ar, held­ur eiga þeir að vera þátt­tak­end­ur í náms­sam­fé­lag­inu sem við reyn­um að skapa þeim. Starfs­fólkið á sömu­leiðis að finna til­gang og mik­il­vægi í því að vera á staðnum og taka þátt – þótt stund­um geti auðvitað verið gott að vinna heima eða á kaffi­húsi. Há­skóli er fyrst og fremst sam­fé­lag og það skipt­ir mig miklu máli að hlúa að sam­fé­lag­inu sem hér er.“

Kraft­lyft­ing­ar og sauma­skap­ur eru meðal áhuga­mála Silju Báru. Hún seg­ist hafa byrjað að sauma út eft­ir að ráðist var á hana í Banda­ríkj­un­um.

Hún rek­ur þá sögu í viðtal­inu: „Ég kom að manni í glugg­an­um í íbúð minni í Los Ang­eles. Ég veit ekki hver ásetn­ing­ur hans var því hann náðist ekki. Hann komst ekki inn held­ur lagði á flótta eft­ir að henda í mig grjóti. Ég fékk höfuðáverka og þurfti að fara í mikla þjálf­un til að geta notað hægra augað aft­ur. Ég náði að hringja í sjúkra­bíl, vissi ekki mikið af mér en var svo hepp­in að ég var með það mik­illi rænu að ég gat sagt að ég væri með trygg­ing­ar. Ég fór á besta spít­al­ann sem var í boði, sem há­skól­inn minn rak, og fékk al­veg framúrsk­ar­andi umönn­un. Lækn­ir­inn var reynd­ar mjög svekkt­ur að ná ekki að jafna dæld á enn­inu, sem ég ber enn. Síðan tók við sál­fræðimeðferð og sjónmeðferð. Það var nokk­urra ára verk­efni og ég fór að þjálfa hægra augað með út­saumi, sem er mik­il ná­kvæmn­is­vinna. Þannig byrjaði ég að sauma út og dunda mér enn við það af og til.”

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert