Óskað eftir áfrýjunarleyfi í hryðjuverkamálinu

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson við aðalmeðferð málsins í …
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir rúmlega ári síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar vegna hryðju­verka­máls­ins svo­kallaða. 

Þetta staðfest­ir Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sindra Snæs Birg­is­son­ar. Hann, auk Ísi­dórs Nathans­son­ar, hafa verið sýknaðir af ákæru um und­ir­bún­ing hryðju­verka bæði í Héraðsdómi Reykja­vík­ur og Lands­rétti. 

Dóm­ur féll í Lands­rétti fyr­ir um mánuði síðan. Sagði í dóm­in­um að ekki hafi verið „slegið föstu“ að menn­irn­ir hafi verið að und­ir­búa hryðju­verk. 

Þá voru dóm­ar þeirra fyr­ir stór­fellt vopna­laga­brot mildaðir, Sindri var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og Ísi­dór 15 mánuði. 

Dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar ákv­arða hvort málið verði tekið til meðferðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert