Snorri sennilega með svæsið bráðaofnæmi

Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality
    Skip in 5...

    Í nýj­asta þætti Spurs­mála var farið yfir það helsta sem var um að vera á sam­fé­lags­miðlum ráðamanna þjóðar­inn­ar í vik­unni sem nú er að líða und­ir lok. Yf­ir­ferðina má sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði en henni verður einnig gerð skil hér að neðan.

    Það gekk ým­is­legt á. Ekki bara hjá stjórn­mála­fólk­inu okk­ar held­ur líka hjá veðurguðunum sem eru aug­ljós­lega að glíma við geðhvörf; Rign­ing, rok, hagl­él, sól, jólasnjór, skin, skúr­ir, þrum­ur og eld­ing­ar - því­lík­ar geðsveifl­ur. Í ofanálag var líka ein­hver derr­ing­ur í móður jörð í vik­unni sem endaði með eld­gosi núm­er 650 þúsund á Reykja­nes­inu. Eða hver er svo sem að telja?

    En sum­ir vilja meina að jörð hafi skolfið og eld­ing­um lostið niður vegna ein­hvers upp­náms í Há­deg­is­mó­um sem reynd­ar fór fram hjá öll­um nema kannski blaðamönn­um DV.

    Þing­fundi frestað

    Sama hvað or­sakaði jarðhrær­ing­arn­ar á Reykja­nestá, hvort sem það var uppþotið á milli Drésa Magg og Kollu Bergþórs eða grút­leiðin­leg ræða Karls Gauta á Alþingi, þá fóru þær ekki fram hjá Hildi Sverr­is­dótt­ur sem sat í vara­for­seta­stól Alþing­is þegar jörð fór að skjálfa. Brást hún snagg­ara­lega við með því að fresta þing­fundi á meðan skjálft­inn reið yfir.

    K-Frost og dí­sæta makkarónukakan

    Kristrún Frosta var á far­alds­fæti í vik­unni og fékk höfðing­leg­ar mót­tök­ur hjá sætu makkarón­unni, Emmanú­el Macron, for­seta Frakk­lands. Kristrún var að vanda glæsi­leg til fara og þjóðinni til sóma en ef maður vissi ekki bet­ur þá gæti þetta al­veg eins verið brúðkaups­mynd sem hún deildi á In­sta­gram. Það er ein­hver hjóna­svip­ur með þeim.

    Þriggja mánaða og tveggja vikna af­mæli 

    Verk­stjórn­ar-val­kyrj­urn­ar fögnuðu líka 100 daga rík­is­stjórn­ar af­mæli á dög­un­um og gátu grobbað sig af hinu og þessu - aðallega þessu. Verk­stjór­ar, eiga þeir ekki bara að vera í blá­um skó­hlíf­um með hár­net? 

    Niðurtaln­ing óþreyju­fulla Esk­firðings­ins 

    Kynja­kvóta­karl­inn Jens Garðar get­ur hins veg­ar ekki beðið eft­ir að yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili ljúki og er strax far­inn að telja niður dag­ana, klukku­stund­irn­ar, mín­út­urn­ar, sek­únd­urn­ar..

    Sjálfu­kóng­ur­inn krýnd­ur

    Pawel okk­ar Bartoszek brá ekki út af van­an­um og smellti í eina mega kjút sjálfu þegar hann gekk um göt­ur Gágas­íu í Moldóvu. Hér með er Pawel krýnd­ur sjálfu­kóng­ur Íslands.

    Hers­ing­in heim­sótti Stubb-stjóra í Hels­inki

    Norður­landaráð lagði land und­ir fót og skellti hers­ing­in sér í heim­sókn til Stubbs-stjóra í Hels­inki. Bryn­dís Har­alds deildi ferðasögu á In­sta­gram og sagði að Al­ex­and­er Stubb, for­seti Finn­lands, hafi verið frek­ar upp­tek­inn af golf­hringn­um sem hann spilaði við Don­ald Trump í sömu viku. Hann hef­ur nú senni­lega slökkt í stærri stubb­um en þetta á vell­in­um.

    Inga og Ork­an í eina sæng?

    Inga Sæ­land læt­ur verk­in sko tala. Svo virðist vera sem hún hafi fengið graf­ísk­an hönnuð í láni frá Ork­unni bens­ín sem aðstoðar hana við að „pinna“ þá 65000 ör­yrkja og elli­líf­eyr­isþega um land allt til að tryggja þeim kjara­bæt­urn­ar sem hún lofaði.

    Fer­fætl­inga­frum­varpið 

    Svo lagði hún líka fram fer­fætl­inga­frum­varp sem myndi gera hunda- og katta­hald leyfi­legt í fjöl­býli. Ókei, allt í lagi með það. En vitið þið hvað gerðist næst? Hjar­ta­knús­ar­inn Hild­ur Sverr­is gróf stríðsex­ina sem hef­ur ít­rekað verið beitt þarna niður frá þenn­an þing­vet­ur og studdi við frum­varp Ingu sinn­ar. Blessuð loðbörn­in, þau eru nátt­úru­lega bara þver­póli­tísk.

    Kon­ur í ný­sköp­un

    Fida Abu Li­bdeh kom, sá og sigraði Alþingi í vik­unni með jóm­frú­ar­ræðu sinni sem fjallaði um kon­ur í ný­sköp­un. Al­ger sleggja hjá Fidu ef þú spyrð mig en Snúlli Más­son miðflokk­sprins hef­ur senni­lega ekki verið jafn­hrif­inn.

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by Fram­sókn (@fram­sokn)

    Velgj­ar við „woke-inu“

    Hon­um hryll­ir við hug­tak­inu kynja­jafn­rétti líkt og hann fór ít­ar­lega yfir í ræðustól Alþing­is og í færslu á Face­book. Svo virðist vera sem hann sé al­ger­lega með of­næmi fyr­ir þessu. Steyp­ist bara all­ur út í út­brot­um og ex­emi þegar „woke-ið“ ber á góma. Ég veit um mjög marga sem lenda stund­um í þessu, fá bara velgju og allt. Brjálæðis­legt vesen, bæði lík­am­lega og and­lega. Bata­knús á Snúlla Más­son.

    Snorri Másson og kettlingurinn Dóra Júlía, sem hann er ekki …
    Snorri Más­son og kett­ling­ur­inn Dóra Júlía, sem hann er ekki með of­næmi fyr­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Obba og orku­blund­ur­inn

    Á meðan Snúlli Más var móður og más­andi í pontu ákvað Obba besta bara að taka smá orku­blund. Það get­ur nefni­lega tekið svo­lítið á að vera til. Tommi á Búll­unni hvað?!

    Skjá­skot/​In­sta­gram

    Nýj­asti þátt­ur Spurs­mála er aðgengi­leg­ur í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert