Tveir hrepptu sögulega háan vinning

Potturinn var sögulega hár.
Potturinn var sögulega hár.

Tveir heppn­ir miðahaf­ar voru með fyrsta vinn­ing í Lottóút­drætti kvölds­ins og fær hvor um sig rúm­lega 79,2 millj­ón­ir króna. Ann­ar var með miðann sinn í áskrift en hinn keypti miðann í Lottó-app­inu. 

Pott­ur kvölds­ins var sögu­lega hár eða 160 millj­ón­ir eða 21 millj­ón meira en fyrra met. Í heild­ina voru 20 þúsund manns sem hlutu vinn­ing í út­drætti vik­unn­ar, þó mis­stóra. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ís­lenskri get­spá. 

Fjór­ir voru með Bónus­vinn­ing kvölds­ins og fékk hver og einn 530 þúsund krón­ur í sinn hlut. Einn miðinn var keypt­ur í Kram­búðinni í Búðar­dal, einn í Lottó-app­inu og tveir á lotto.is. 

Fyrsti vinn­ing­ur­inn í Jóker gekk ekki út í kvöld en níu nældu sér í ann­an vinn­ing sem er upp á 125 þúsund krón­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert