Áhrif af tollum Trumps „alltumlykjandi“

Fyrstu tollaaðgerðir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta tóku gildi í gær hér …
Fyrstu tollaaðgerðir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta tóku gildi í gær hér á landi. AFP/Mandel Ngan

Gylfi Zoëga, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að óvissa verði í alþjóðaviðskipt­um svo lengi sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er við völd. Áhrif af toll­um hafi þegar haft áhrif á líf­eyr­is­sjóði á Íslandi.

Trump upp­lýsti á fimmtu­dag um þá tolla sem landið ætl­ar að leggja á inn­flutt­ar vör­ur frá hinum og þess­um ríkj­um. Fyrstu tollaaðgerðirn­ar tóku í gildi í gær. 

Toll­ar á vör­ur frá Íslandi nema 10% og slupp­um við því nokkuð vel sam­an­borið við aðrar þjóðir. Þar má nefna Evr­ópu­sam­bandið sem fær 20% tolla og Víet­nam sem fær 46% tolla.

Áhrifa fór strax að gæta á hluta­bréfa­mörkuðum um all­an heim og nú er uppi mik­il óvissa í alþjóðaviðskipt­um.

Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði.
Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði. Ljós­mynd/​Seðlabanki Íslands

„Alltumlykj­andi“

„Við sjá­um að hluta­bréfa­markaður­inn er að fara niður, þannig að líf­eyr­is­sjóðirn­ir verða fyr­ir tjóni,“ seg­ir Gylfi í sam­tali við mbl.is.

„Þannig að þetta er alltumlykj­andi.“

Hluta­bréf um víða ver­öld hafa fallið, þar á meðal á Íslandi, þar sem úr­vals­vísi­tala ís­lensku kaup­hall­ar­inn­ar (OMX­I15) hef­ur lækkað all­veru­lega á síðustu dög­um.

„Tíu pró­senta toll­ur á okk­ur hef­ur al­veg áhrif, en það á eft­ir að koma í ljós hvort toll­ar verði dregn­ir til baka á ein­hverj­um punkti,“ seg­ir hann.

„Banda­ríkja­menn sjá fram á að pen­ing­arn­ir sem þeir voru bún­ir að safna til að senda börn­in í skóla eru minna virði vegna þess að hluta­bréfa­markaður­inn fer niður. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir tapa, þannig að fólk á erfitt með að fara á eft­ir­laun,“ seg­ir hann enn frem­ur og bæt­ir við:

„Allt þetta er þá að valda óánægju heima við. Og við eig­um eft­ir að sjá hvort þetta verði ekki til þess að hann dragi þetta til baka.“

Búið og gert

Það er í raun óljóst hvort toll­arn­ir séu komn­ir til að vera og hafa mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar feng­ist frá ráðamönn­um í Washingt­on, en jafn­vel þó Trump-stjórn­in ákveði að draga í land hef­ur óvissa þegar skap­ast vegna þessa út­spils.

„Hún ein get­ur skemmt mjög mikið,“ seg­ir Gylfi um óviss­una. „Jafn­vel þótt hann dragi allt í land er hann bú­inn að valda svo mikl­um usla.“

Á 20. öld færði stór hluti banda­rískra fyr­ir­tækja fram­leiðslu sína til Kína. Les­end­ur kann­ast þess vegna ef­laust við hina víðfrægu „Made in China“-merkimiða.

Svo varð Kína dýr­ara fram­leiðslu­land, m.a. vegna viðskipta­stríðs sem hófst við Banda­rík­in árið 2018, og þá fluttu fyr­ir­tæki mörg fram­leiðslu sína frá Kína til Suðaust­ur-Asíu, þar á meðal Víet­nam.

En nú hef­ur Trump lagt 46% tolla á vör­ur frá Víet­nam.

„Og það þýðir að fyr­ir­tæki sem eru búin að fjár­festa í Víet­nam hugsa: Það er kannski ekki gott að fjár­festa hér,“ seg­ir Gylfi og bæt­ir við að jafn­vel þótt Trump dragi toll­ana til baka geti fjár­fest­ar aldrei verið hand­viss­ir um að þeir komi aldrei aft­ur.

„Þessi fyr­ir­sjána­leiki í alþjóðaviðskipt­um og reglu­verki er far­inn meðan hann er við völd.“

Tekst hon­um að end­ur­vekja banda­rísk­an iðna?

Til­gáta Trump-stjórn­ar­inn­ar er sú að fram­leiðend­ur muni í aukn­um mæli velja að fram­leiða vör­ur inn­an Banda­ríkj­anna frem­ur en að flytja þær inn vegna toll­anna.

Spurður hvort eitt­hvað sé til í þeim hug­mynd­um Trumps svar­ar Gylfi að óvíst sé hvort áhrif­in verði já­kvæð.

Hann tek­ur þó fram að flutn­ing­ur banda­rískr­ar fram­leiðslu til annarra landa hafi bitnað veru­lega á lægstu stétt­um í Banda­ríkj­un­um. Ævilík­ur hvítra Banda­ríkja­manna sem ekki hafa há­skóla­próf séu sam­hliða því farn­ar að stytt­ast, þar sem fólk leiti í auknu mæli til áfeng­is og eit­ur­lyfja­neyslu. Úr því um­hverfi kem­ur J.D. Vance vara­for­seti, eins og skrifað var um í ævi­sögu hans, Hill­billy El­egy.

„Svo við get­um sagt að þarna hef­ur hann eitt­hvað til síns máls,“ seg­ir Gylfi sem ger­ir aft­ur á móti at­huga­semd við út­færslu á þess­um áform­um Trumps.

Tvö­falt verð fyr­ir iP­ho­ne?

„Það er óvíst hvort þetta hafi já­kvæð áhrif þegar upp er staðið,“ seg­ir Gylfi, og nefn­ir að iP­ho­ne, snjallsími Apple, gæti hækkað all­veru­lega í verði ef tækn­iris­inn velt­ir kostnaðar­aukn­ing­unni yfir á neyt­and­ann.

Reu­ters greindi frá því á dög­un­um að verð á nýj­asta ip­ho­ne gæti numið 2.300 Banda­ríkja­döl­um (300 þús. kr.), sem væri 43% hækk­un.

Stjórn­völd í Kína hafa nú lagt gagn­kvæma hefnd­artolla á Banda­rík­in sem taka gildi á miðviku­dag. Gylfi seg­ir þess vegna að út­flutn­ings­grein­ar í Banda­ríkj­un­um horfi fram á minni eft­ir­spurn og nefn­ir í því sam­hengi út­flutn­ing land­búnaðar­vara til Kína.

En eins og Gylfi nefn­ir margoft þá er mik­il óvissa uppi um næstu skref. Það sem Trump seg­ir eða ger­ir næst get­ur haft veru­leg áhrif á alþjóðahag­kerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert