Bryndísarpítsa góðgerðarpítsa ársins

Auk góðgerðarpítsunnar verða seldar bleikar svuntur með nafni og merki …
Auk góðgerðarpítsunnar verða seldar bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins í Kringlunni dagana 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Ljósmynd/Aðsend

Í ár renn­ur öll sala góðgerðarpítsu Dom­in­os í minn­ing­ar­sjóð Bryn­dís­ar Klöru. 

Góðgerðarpíts­an er ár­legt sam­starfs­verk­efni Dom­in­o's og Hrefnu Rós Sætr­an. Sala pítsunn­ar hefst á morg­un, mánu­dag­inn 7. apríl og stend­ur til 10. apríl.

„Það er ómet­an­legt að Dom­in­o’s láti allt sölu­and­virðið renna til sjóðsins en ekki ein­ung­is ágóðann. Að fá sér Bryn­dísarp­izzu, hef­ur stór­an boðskap því þannig minn­umst við Bryn­dís­ar Klöru og sam­ein­umst í að gera sam­fé­lagið betra í henn­ar nafni,“ er haft eft­ir Birgi Karli Óskars­syni, föður Bryn­dís­ar Klöru.

Auk góðgerðarpítsunn­ar verða seld­ar bleik­ar svunt­ur með nafni og merki minn­ing­ar­sjóðsins í Kringl­unni dag­ana 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir end­ast.

Góðgerðarpítsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Rós Sætran.
Góðgerðarpíts­an er ár­legt sam­starfs­verk­efni Dom­in­o's og Hrefnu Rós Sætr­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Góðgerðarpíts­an verður í boði á öll­um stöðum Dom­in­os á land­inu og inni­held­ur meðal ann­ars pepp­eróní, morta­della-skinku, burrata-ost og pist­así­ur.

Minn­ing­ar­sjóður Bryn­dís­ar Klöru var stofnaður til að heiðra líf Bryn­dís­ar Klöru, með það að mark­miði að vernda börn gegn of­beldi og efla sam­fé­lag þar sem sam­kennd og sam­vinna eru í for­grunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert